Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2023 18:07
Elvar Geir Magnússon
Sýnist vallarstarfsmenn hafa komist vel frá sínu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net
Ástandið á vellinum í Zenica í Bosníu/Hersegóvínu hefur verið talsvert í umræðunni. Meðfylgjandi mynd var tekin af vellinum rétt áðan.

Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri á KR-vellinum, segir að miðað við myndina þá sé ástandið á vellinum fínt miðað við aðstæður.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Fínt fyrir skamman tíma til undirbúnings en maður sér það ekki almennilega fyrr en maður sér boltann rúlla. En sýnist menn hafa komist vel frá sínu," segir Maggi.

Vellinum var ekki sinnt í marga mánuði vegna deilna vallarstarfsmanna um launamál. Það mál leystist fyrir nokkrum vikum og þá var farið á fulla ferð í að vinna í honum.

Verktakar hafa gert allt til að koma vellinum í eins gott stand og hægt er. Það er byrjað að vora á meginlandi Evrópu og það hefur hjálpað til.

Klukkan 19:45 hefst leikur Bosníu/Hersegóvínu og Íslands í undankeppni EM.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner