Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Ronaldo leiðir línuna gegn Dönum
Mynd: EPA
Randal Kolo Muani og Matteo Guendouzi missa byrjunarliðssæti sitt á milli leikja.
Randal Kolo Muani og Matteo Guendouzi missa byrjunarliðssæti sitt á milli leikja.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru fjórir stórleikir á dagskrá í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og má sjá öll byrjunarlið kvöldsins hér fyrir neðan.

Cristiano Ronaldo leiðir sóknarlínu Portúgala sem þurfa endurkomusigur gegn Dönum eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Danmörku.

Danir voru talsvert sterkari aðilinn á heimavelli en nýttu færin sín ekki nægilega vel til að sigra stærra. Lokatölur urðu 1-0 og því nægir Portúgölum tveggja marka sigur til að komast áfram í kvöld.

Þjóðverjar og Ítalir gera fjórar breytingar á byrjunarliðum sínum frá fyrri viðureigninni sem fór fram á Ítalíu. Þjóðverjar höfðu betur þar, 1-2, eftir jafnan leik. Daniel Maldini fær tækifæri í fremstu víglínu hjá Ítalíu á meðan Tim Kleindienst leiðir sóknarlínu Þjóðverja.

Didier Deschamps gerir fimm breytingar á byrjunarliði Frakka eftir óvænt 2-0 tap í Króatíu. Michael Olise, Bradley Barcola, Manu Kone, Theo Hernandez og Dayot Upamecano koma inn í byrjunarliðið, á meðan Zlatko Dalic þjálfari Króata gerir aðeins eina breytingu á sínu liði.

Að lokum gerir Luis de la Fuente fjórar breytingar á spænska liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við Holland, þar sem Dean Huijsen, Oscar Mingueza, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal koma inn í liðið. Ronald Koeman gerir aðeins eina breytingu á liði Hollendinga þar sem Ian Maatsen kemur inn fyrir Jorrel Hato sem er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrri leiknum.

Portúgal: Costa, Dalot, Dias, Inacio, Mendes, Vitinha, Fernandes, Silva, Conceicao, Leao, Ronaldo

Danmörk: Schmeichel, Kristensen, Andersen, Vestergaard, Dorgu, Eriksen, Hjulmand, Norgaard, Isaksen, Lindström, Höjlund



Þýskaland: Baumann, Schlotterbeck, Tah, Rudiger, Kimmich, Stiller, Goretzka, Mittelstadt, Sane, Musiala, Kleindienst

Ítalía: Donnarumma, Gatti, Buongiorno, Bastoni, Di Lorenzo, Barella, Ricci, Tonali, Udogie, Maldini, Kean



Frakkland: Maignan, Kounde, Upamecano, Saliba, Hernandez, Kone, Tchouameni, Olise, Dembele, Barcola

Króatía: Livakovic, Stanisic, Caleta-Car, Sutalo, Gvardiol, Kovacic, Modric, Perisic, Sucic, Kramaric, Budimir



Spánn: Simon, Mingueza, Le Normand, Huijsen, Cucurella, Olmo, Zubimendi, Ruiz, Yamal, Williams, Oyarzabal

Holland: Verbruggen, Geertruida, Van Hecke, Van Dijk, Maatsen, Reijnders, De Jong, Frimpong, Kluivert, Gakpo, Depay
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner