Isak, De Bruyne, Kane, Sancho, Dibling, Semenyo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. mars 2025 12:15
Brynjar Ingi Erluson
Dregur sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla
Anthony Gordon
Anthony Gordon
Mynd: EPA
Anthony Gordon, leikmaður Newcastle United, hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla en þetta kemur fram í tilkynningu frá enska fótboltasambandinu.

Gordon meiddist á mjöðm í 2-0 sigri Englands á Albaníu í undankeppni HM á föstudag.

Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, segir meiðslin vera áhyggjuefni.

„Hann lítur út fyrir að vera meiddur. Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað með magann á honum, en þetta er mjöðmin og lítur alls ekki vel út. Þetta er svolítið áhyggjuefni,“ sagði Tuchel.

Mikilvægur kafli er fram undan hjá Newcastle United en liðið er í baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og yrði því mikil blóðtaka fyrir liðið að missa hann í næstu leikjum.

Gordon hefur komið að ellefu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Newcastle er í 6. sæti með 47 stig, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar liðið á tíu leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner