Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård unnu 1-0 sigur á Piteå í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Miðvörðurinn öflugi byrjaði á bekknum hjá Rosengård en hún hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur.
Hún spilaði mikilvæga rullu í liðinu er það varð deildarmeistari á síðasta tímabili og er það alveg ljóst að hún mun spila enn stærra hlutverk á þessari leiktíð.
Guðrún kom inn af bekknum í síðari hálfleik til að tryggja það að liðið byrjaði á sigri.
Alexandra Jóhannsdóttir lagði upp eina mark Kristianstad sem tapaði fyrir Djurgården, 2-1, á útivelli.
Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir voru einnig í byrjunarliði Kristianstad í dag.
Bryndís Arna Níelsdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn er Växjö tapaði fyrir Hammarby, 4-1.
Í næstu umferð fáum við Íslendingaslag er Bryndís og stöllur hennar mæta Guðrúnu og liðsfélögum hennar í Rosengård. Bryndís vonast til að fá fleiri mínútur þar, en hún skoraði einmitt gegn Rosengård í naumu tapi í bikarnum á dögunum.
Athugasemdir