Þriðja umferðin í Bestu deildinni fer af stað í kvöld með fjórum leikjum og eru allir sem ekki eru búnir að skrá sig í Fantasy leik Ford Bestu deildarinnar hvattir til að skrá sig. Þetta býr til meiri spennu fyrir leikina og eykur skemmtanagildið. Vinirnir geta keppt sín á milli, vinnustaðir og svo framvegis.
Smelltu hér til að taka þátt
Smelltu hér til að taka þátt
Fótbolti.net fékk Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, til þess að setja saman lið og útskýra val sitt. Adam er nýkominn heim eftir dvöl á Ítalíu
„Þetta er classic 4-4-2 með tvo þunga frammi. Ég er ekki mikið að hugsa um vörn í þessu liði; skora fleiri en hinir þá ættirðu að vinna með þetta lið!" segir Adam.
„Svo valdi ég líka bara huggulega menn fyrir utan Sigga Egil, hann fær að slæda þarna inn því hann er fyndinn."
„Þetta lið er pure gæði og fegurð."
Nú fer hver að verða síðastur að setja saman lið eða breyta liðinu sínu fyrir komandi umferð.
Smelltu hér til að taka þátt
miðvikudagur 23. apríl
18:00 ÍA-Vestri (Akraneshöllin)
18:00 Valur-KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
18:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
fimmtudagur 24. apríl
16:00 ÍBV-Fram (Þórsvöllur Vey)
19:15 Afturelding-Víkingur R. (Malbikstöðin að Varmá)
Athugasemdir