Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Breiðabliks, varð fyrir því óláni að úlnliðsbrotna í leik liðsins gegn Þrótti í gær.
Atvikið átti sér stað á 35. mínútu leiksins þegar boltinn barst út fyrir teig Þróttar og Kristín Dís Árnadóttir, samherji Barbáru, lét vaða og fór boltinn í vinstri hönd Barbáru sem fann vel fyrir því.
Leikurinn var stöðvaður skömmu seinna, Barbára fékk aðhlynningu og var svo skipt af velli fyrir Helgu Rut Einarsdóttur.
Atvikið átti sér stað á 35. mínútu leiksins þegar boltinn barst út fyrir teig Þróttar og Kristín Dís Árnadóttir, samherji Barbáru, lét vaða og fór boltinn í vinstri hönd Barbáru sem fann vel fyrir því.
Leikurinn var stöðvaður skömmu seinna, Barbára fékk aðhlynningu og var svo skipt af velli fyrir Helgu Rut Einarsdóttur.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 2 Breiðablik
Barbára er komin í gips og verður í því næstu 4-6 vikurnar.
Athugasemdir