Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals og KA: Lúkas Logi og Römer byrja - Pedersen með bandið
Lúkas Logi.
Lúkas Logi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Gautason.
Kári Gautason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Funheitur Pedersen með bandið.
Funheitur Pedersen með bandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 tekur Valur á móti KA í 3. umferð Bestu deildarinnar. Valur er með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og KA er með eitt stig. Bæði lið unnu sigra í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í síðustu viku; KA vann 4-0 gegn KFA og Valur vann 1-3 gegn Grindavík.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

Valur gerði 3-3 jafntefli gegn KR í síðasta deildarleik og þjálfari Vals Srdjan Tufegdzic, Túfa, tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, er í leikbanni í dag og í hans stað kemur Marius Lundemo. Patrick Pedersen er með fyrirliðabandið. Lúkas Logi Heimisson kemur þá inn í liðið í stað Albin Skoglund sem er utan hóps í dag. Á bekknum hjá Val eru m.a. þeir Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Adam Ægir Pálsson.

KA tapaði 0-4 gegn Víkingi í síðasta deildarleik. Þjálfari KA, Hallgrímur Jónasson, Haddi, gerir tvær breytingar frá þeim leik. Viðar Örn Kjartansson fór meiddur af velli gegn Víkingi og er ekki með í dag. Inn fyrir hann kemur Marcel Römer sem kom frá Lyngby fyrir viku síðan. Þá kemur Kári Gautason inn í liðið fyrir Hrannar Björn Steingrímsson sem sest á bekkinn.

Byrjunarlið Valur:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen (f)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Lúkas Logi Heimisson
19. Orri Hrafn Kjartansson
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Marius Lundemo

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
8. Marcel Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 2 2 0 0 6 - 0 +6 6
2.    Stjarnan 2 2 0 0 4 - 2 +2 6
3.    Valur 3 1 2 0 7 - 5 +2 5
4.    Vestri 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
5.    Fram 2 1 0 1 4 - 3 +1 3
6.    Breiðablik 2 1 0 1 4 - 4 0 3
7.    ÍA 2 1 0 1 2 - 2 0 3
8.    KR 2 0 2 0 5 - 5 0 2
9.    Afturelding 2 0 1 1 0 - 2 -2 1
10.    ÍBV 2 0 1 1 0 - 2 -2 1
11.    KA 3 0 1 2 3 - 9 -6 1
12.    FH 2 0 0 2 1 - 3 -2 0
Athugasemdir
banner
banner