Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fögnuður Pavard fór illa í stuðningsmenn Bayern
Pavard í baráttunni gegn Bayern
Pavard í baráttunni gegn Bayern
Mynd: EPA
Benjamin Pavard, leikmaður Inter, hefur fengið mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum Bayern fyrir að fagna marki sínu í sigri Inter gegn Bayern í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Pavard skoraði seinna mark Inter í 2-2 jafntefli en markið tryggði liðinu áfram í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á útivelli í fyrri leiknum.

Pavard er fyrrum leikmaður Bayern en hann skrifaði skilaboð á samfélagsmiðla til stuðningsmanna þýska félagsins.

„Bayern gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag. Þetta félag var mitt heimili í mörg ár, ég mun aldrei gleyma því hversu mikill heiður það er að vera síðasti leikmaðurinn til að spila í treyju númer fimm og halda áfram arfleið goðsagnar," skrifaði Pavard.

„Fögnuðurinn var einfaldlega gleði barns að spila í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þeteta snerist aldrei um að vanvirða stuðningsmenn Bayern."
Athugasemdir
banner
banner