Stjarnan fer skelfilega af stað í Bestu deild kvenna og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Liðið tapaði 6-1 fyrir Breiðabliki í fyrstu umferð og svo 6-2 gegn Víkingi í gær.
Þetta er ein versta byrjun liðs í deildinni á þessari öld en hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Það er óhætt að segja að þau einkennist af ótrúlega klaufalegum mistökum.
„Varnarleikur Stjörnunnar... Lekinn heldur áfram og ef Stjarnan ætlar að fara sækja sigra þá verður liðið að skrúfa fyrir hann," skrifaði Anton Freyr Jónsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.
„Við þurfum að vinna vinnuna okkar og byrja á grunninum, sem er að verjast og halda hreinu. Við getum ekki farið inn í leiki og ætlað að spila einhvern frábæran fótbolta ef við getum ekki varist. Við þurfum að byrja á grunninum. Ef þú ætlar að fá á þig þrjú mörk í leik í föstum leikatriðum þá vinnur þú ekki fótboltaleiki," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í gær.
Þetta er ein versta byrjun liðs í deildinni á þessari öld en hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Það er óhætt að segja að þau einkennist af ótrúlega klaufalegum mistökum.
„Varnarleikur Stjörnunnar... Lekinn heldur áfram og ef Stjarnan ætlar að fara sækja sigra þá verður liðið að skrúfa fyrir hann," skrifaði Anton Freyr Jónsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.
„Við þurfum að vinna vinnuna okkar og byrja á grunninum, sem er að verjast og halda hreinu. Við getum ekki farið inn í leiki og ætlað að spila einhvern frábæran fótbolta ef við getum ekki varist. Við þurfum að byrja á grunninum. Ef þú ætlar að fá á þig þrjú mörk í leik í föstum leikatriðum þá vinnur þú ekki fótboltaleiki," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í gær.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 6 Víkingur R.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór/KA | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 2 | +4 | 6 |
2. Breiðablik | 2 | 1 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 4 |
3. Þróttur R. | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 - 3 | +2 | 4 |
4. FH | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 0 | +2 | 4 |
5. Valur | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 0 | +2 | 4 |
6. Víkingur R. | 2 | 1 | 0 | 1 | 7 - 6 | +1 | 3 |
7. Tindastóll | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
8. FHL | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 - 3 | -3 | 0 |
9. Fram | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 5 | -4 | 0 |
10. Stjarnan | 2 | 0 | 0 | 2 | 3 - 12 | -9 | 0 |
Athugasemdir