Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 23. maí 2022 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Stjarnan skellti Selfyssingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 3 - 1 Selfoss
1-0 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('17)
1-1 Miranda Nild ('49)
2-1 Jasmín Erla Ingadóttir ('65)
3-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('87)


Stjarnan og Selfoss áttust við í lokaleik dagsins í Bestu deildinni og úr varð skemmtileg viðureign.

Liðin mættust í Garðabæ og tók Heiða Ragney Viðarsdóttir forystuna fyrir Stjörnuna snemma leiks.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þar sem bæði lið fengu fín færi en gestirnir frá Selfossi náðu að jafna í upphafi síðari hálfleiks. Taílenska landsliðskonan Miranda Nild skallaði þá frábæra fyrirgjöf frá Brenna Lovera laglega í netið.

Tíu mínútum síðar fékk Brenna svo dauðafæri en var of lengi að athafna sig og skömmu eftir það refsuðu Garðbæingar með marki. Jasmín Erla Ingadóttir setti þá boltann í netið eftir mikinn darraðadans í vítateig Selfyssinga.

Það var jafnræði með liðunum og átti Selfoss í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum sterkt lið Stjörnunnar. Að lokum var það Stjarnan sem innsiglaði sigurinn með marki á lokamínútunum frá Katrínu Ásbjörnsdóttur.

Niðurstaðan frábær 3-1 sigur Stjörnunnar og fyrsta tap Selfoss á tímabilinu staðreynd. 

Selfoss er áfram í þriðja sæti, með ellefu stig eftir sex umferðir. Stjarnan er í fjórða sæti með tíu stig.

Sjáðu textalýsinguna


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner