Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds að borga 28 milljónir fyrir Aaronson
Mynd: Getty Images

Leeds United er að ganga frá kaupum á bandaríska sóknartengiliðnum Brenden Aaronson.


Leeds borgar 28 milljónir punda fyrir Aaronson sem er 21 árs gamall og hefur skorað 13 mörk og lagt 15 upp í 65 leikjum með Red Bull Salzburg.

Jesse Marsch, bandarískur knattspyrnustjóri Leeds, hefur miklar mætur á Aaronson sem er orðinn lykilmaður í bandaríska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur.

Leeds bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigri á útivelli gegn Brentford á lokadeginum.


Athugasemdir
banner
banner
banner