Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. maí 2022 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Terzic tekur við Dortmund (Staðfest)
Terzic er í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna Dortmund sem eru gífurlega spenntir fyrir þessum bráðefnilega þjálfara.
Terzic er í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna Dortmund sem eru gífurlega spenntir fyrir þessum bráðefnilega þjálfara.
Mynd: Getty Images

Edin Terzic er að skrifa undir þriggja ára samning við Borussia Dortmund. Félagið greinir opinberlega frá þessu á vefsíðu sinni.


Hinn 39 ára gamli Terzic tekur við af Marco Rose, sem var rekinn úr þjálfarastólnum fyrir helgi. Rose tók sjálfur við þjálfarastarfinu af Edin Terzic fyrir ári síðan.

Terzic er kunnugur staðháttum en hann starfaði fyrst fyrir Dortmund sem njósnari árið 2010, undir stjórn Jürgen Klopp.

Síðan þá hefur vatn runnið til sjávar og var Terzic aðstoðarþjálfari Slaven Bilic hjá West Ham áður en hann lauk við UEFA Pro þjálfaragráðuna á Englandi. Í kjölfarið var hann ráðinn aftur til Dortmund, í þetta sinn sem aðstoðarþjálfari Lucien Favre.

Favre var svo rekinn í desember 2020 og stýrði Terzic þá Dortmund út tímabilið og vann félagið þýska bikarinn. Það var svo ákveðið að Terzic myndi fá ráðgjafastarf innan félagsins og Marco Rose ráðinn til að taka við þjálfun.

„Fólk veit hversu mikilvægt BVB er í mínu lífi. Ég vil þakka stjórninni innilega fyrir þetta tækifæri og lofa að ég er reiðubúinn til að gefa allt mitt í skiptum fyrir velgengni félagsins," sagði Terzic.


Athugasemdir
banner
banner
banner