Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 23. maí 2022 12:36
Elvar Geir Magnússon
Zouma ákærður fyrir dýraníð
Kurt Zouma, varnarmaður West Ham, hefur verið ákærður fyrir dýraníð. Fyrr á árinu fór í dreifingu myndband þar sem hann sást beita köttinn sinn ofbeldi, sparka í hann og slá.

Þá kastaði hann skóm í köttinn þegar hann reyndi að flýja.

Zouma og bróðir hans, Yoan, þurfa að mæta í dómssal á morgun en þeir brutu reglur um velferð dýra.

Margir fordæmdu hegðun Zouma eftir að myndbandinu var dreift og hann missti samning sinn við Adidas.
Athugasemdir
banner
banner