FH tóku í kvöld á móti Selfossi í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Selfyssingar góðan 0:2 sigur. Sigríður Lára Garðarsdóttir var svekkt eftir leik:
Lestu um leikinn: FH 0 - 2 Selfoss
"Þetta er erfitt en það þýðir ekkert að gefast upp, bara upp með hausinn og áfram. Það er nóg eftir."
"Við vorum undir í allri baráttu í fyrri hálfleik en við rifum okkur heldur betur upp í seinni, náum að skora en það var vafaatriði hvort það hafi verið mark eða ekki. við þurfum bara að slípa nokkur atriði og þá dettur þetta inn hjá okkur."
Sísí nefndi nokkra hluti sem henni fannst liðið gera vel í leiknum:
"Við rifum okkur upp í seinni, gáfumst ekki upp og héldum áfram. Við þurfum bara að fá sjálfstraust til að halda boltanum, við erum gott fótboltalið. Og til þess að sigra leiki þurfum við að vera með meira sjáfstraust á síðasta vallarhelmingi fyrir framan markið, við erum með góða sóknarmenn.
Næsti leikur liðsins er á móti KR sem eru í neðsta sæti deildarinnar á markatölu. Er markmiðið að sækja fyrstu stigin í þeim leik?
"Já klárlega, okkar markmið er að koma í alla leiki til að sigra, einn leikur í einu."
Eins og flestir vita skipti Sísí yfir í FH úr ÍBV fyrir tímabilið. Hvernig líður henni í Kaplakrikanum?
"Mér líður ótrúlega vel í Kaplakrikanum, get alveg viðurkennt það. Það er frábært og allir hafa tekið vel á móti mér."
Nánar er rætt við Sísí í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir