Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Suarez spili aftur á Englandi
Luis Suarez
Luis Suarez
Mynd: Getty Images
Það þykir afar ólíklegt að úrúgvæski framherjinn Luis Suarez snúi aftur í ensku úrvalsdeildina en hann segir að það yrði erfitt að spila með öðru liði en Liverpool.

Suarez er án efa einn besti framherjinn sem hefur spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði 69 mörk í 110 úrvalsdeildarleikjum með Liverpool, þar af 31 mark í 33 leikjum á síðasta tímabili hans áður en hann samdi við Barcelona.

Suarez nýtur sín hjá Atlético Madríd og virðist ekki á förum frá félaginu.

„Það yrði erfitt að spila fyrir eitthvað annað félag en Liverpool," sagði Suarez.

„Ég átti gott samband við stuðningsmenn félagsins og vona að það sé enn þannig og því yrði skrítið fyrir mig að spila fyrir annað félag. Það hefði verið sérstakt augnablik að vinna deildina með Liverpool en ég er ánægður með að það hafðist."

„Það lítur út fyrir að þetta lið eigi eftir að berjast um titla í mörg ár til viðbótar, þó svo þetta hafi ekki verið þeirra besta tímabil. Þeir eru aftur á meðal bestu liða,"
sagði hann ennfremur.

Suarez verður áfram hjá Atlético.

„Ég nýt þess að spila hér. Ég og fjölskyldan höfum komið okkur vel fyrir á Spáni og því er ég ekkert að hugsa um að fara. Þegar ég hugsa út í það hversu vel ég hef aðlagast Atlético og hvað þjálfarinn hefur mikla trú á mér þá er auðvelt að segja að þetta hafi verið rétt ákvörðun," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner