Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 20. janúar 2024 09:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fótboltavikan gerð upp á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net
Elvar Geir og Tómas Þór verða á sínum stað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Farið verður yfir íslenskar fréttir vikunnar, leikmannamál Bestu deildarinnar, Reykjavíkurmótsleikina og janúarverkefni landsliðsins.

Fjallað verður um komandi formannskosningar KSÍ en Þórir Hákonarson, sérfræðingur þáttarins í fótboltapólitíkinni mætir.

Kristján Atli Ragnarsson fer yfir fréttir af erlendum vettvangi og í handboltahorninu verður reynt að ná sambandi við Hafliða Breiðfjörð í Lanxess Arena í Köln.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner