fös 23. júlí 2021 09:55
Elvar Geir Magnússon
Liðsfélagar Gylfa vilja að Everton nafngreini hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enskir fjölmiðlar segja að Everton hafi fengið þrýsting frá leikmönnum liðsins um að liðsfélagi þeirra sem handtekinn vegna grunsemda um að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi verði nafngreindur.

Í vikunni greindi mbl.is frá því að Gylfi Þór Sigurðsson hefði verið hand­tek­inn en The Sun segir að íslenski landsliðsmaðurinn dvelji nú í skjól­húsi á vegum Everton.

Gylfi hef­ur ekki verið nafn­greind­ur í bresk­um fjöl­miðlum af lagalegum ástæðum en fjölmiðlar í öðrum löndum hafa nafngreint hann.

Samkvæmt The Sun hafa einhverjir leikmenn Everton talað við yfirmenn sína hjá félaginu og beðið þá um að binda enda á orðróm í kringum félagið með því að nafngreina Gylfa.

Þá er sagt að leikmenn hafi verið beðnir um að hafa ekki samband við Gylfa og að spennan innan liðsins fari vaxandi.

Sagt er að aðrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu að hafa samband við kollega sína hjá Everton dag og nótt til að fá upplýsingar um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner