lau 23. júlí 2022 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna: Frakkar þurftu framlengingu gegn Hollandi
Perisset fagnaði af innlifun eftir að hafa skorað úr vítaspyrnunni.
Perisset fagnaði af innlifun eftir að hafa skorað úr vítaspyrnunni.
Mynd: EPA

Frakkland 1 - 0 Holland
1-0 Eve Perisset ('102, víti)


Frakkland og Holland áttust við í síðasta leiknum í 8-liða úrslitum Evrópumóts kvenna.

Frakkar sýndu mikla yfirburði en þétt vörn Hollendinga stóð sig vel og átti Daphne van Domselaar stórleik í markinu.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því var blásið til framlengingar þar sem Eve Perisset skoraði úr vítaspyrnu á 102. mínútu eftir klaufalegt brot Dominique Janssen.

Holland reyndi að sækja jöfnunarmark en Frakkar komust nær því að tvöfalda forystuna og verðskulduðu sigurinn.

Frakkland mætir Þýskalandi í undanúrslitum á meðan England spilar við Svíþjóð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner