Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. júlí 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Milan hefur 24 tíma til að ná samkomulagi við Club Brugge
De Ketelaere í treyju númer 14 á myndinni.
De Ketelaere í treyju númer 14 á myndinni.
Mynd: EPA

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að AC Milan og Leeds eru að berjast um belgíska sóknartengiliðinn Charles De Ketelaere sem er samningsbundinn Club Brugge.


Belgíska stórveldið samþykkti 40 milljón evra tilboð frá Leeds United en leikmaðurinn er spenntari fyrir því að ganga til liðs við Ítalíumeistarana.

Milan hefur ekki komist að samkomulagi við Brugge um kaupverð og greina belgískir fjölmiðlar frá því að ítalska félagið hefur ekki nema 24 klukkustundir til að leggja fram lokatilboð í leikmanninn.

Ef kauptilboðið frá Milan þykir ekki nægilega gott mun De Ketelaere hefja samningsviðræður við Leeds.

De Ketelaere er með baneitraðan vinstri fót og skoraði 18 mörk í 49 leikjum á síðasta tímabili, auk þess að gefa 10 stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner