Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: KR á toppinn eftir þriðja sigurinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR 3 - 1 Álftanes
1-0 Hildur Laila Hákonardóttir ('16 )
2-0 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('44 )
2-1 Eydís María Waagfjörð ('54 )
3-1 Makayla Soll ('83 )

KR tók á móti Álftanesi í eina leik kvöldsins í 2. deild kvenna og úr varð góður leikur, þar sem heimastelpur í KR voru með góða forystu í leikhlé.

Hildur Laila Hákonardóttir kom KR yfir snemma leiks og tvöfaldaði Birta Ósk Sigurjónsdóttir forystuna skömmu fyrir leikhlé svo staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Álftanes gafst þó ekki upp í Vesturbænum og minnkaði Eydís María Waagfjörð muninn í upphafi síðari hálfleiks.

KR hélt eins stigs forystu allt þar til á lokakaflanum, þegar Makayla Soll skoraði þriðja mark heimakvenna til að innsigla sigurinn.

Þetta var þriðji sigur KR í röð og er liðið með 29 stig eftir 12 umferðir, einu stigi fyrir ofan Völsung og Hauka sem eiga leik til góða í toppbaráttunni.

Álftanes situr áfram í neðri hluta deildarinnar, með 7 stig eftir 11 umferðir.
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 12 10 1 1 58 - 18 +40 31
2.    Völsungur 12 9 2 1 44 - 7 +37 29
3.    KR 12 9 2 1 48 - 12 +36 29
4.    Einherji 12 7 2 3 30 - 18 +12 23
5.    ÍH 12 7 1 4 50 - 23 +27 22
6.    Fjölnir 12 6 2 4 35 - 17 +18 20
7.    KH 12 5 1 6 19 - 34 -15 16
8.    Augnablik 12 5 0 7 26 - 37 -11 15
9.    Sindri 12 3 2 7 27 - 57 -30 11
10.    Dalvík/Reynir 12 2 3 7 15 - 45 -30 9
11.    Álftanes 12 2 2 8 25 - 37 -12 8
12.    Vestri 12 2 2 8 11 - 40 -29 8
13.    Smári 12 0 2 10 7 - 50 -43 2
Athugasemdir
banner
banner
banner