Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 23. júlí 2024 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Árborg saxar á forystu Ýmis
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru þrír leikir fram í 4. deild karla í kvöld og litu áhugaverð úrslit dagsins ljós, þar sem topplið Ýmis gerði jafntefli í afar fjörugum leik við KÁ á Ásvöllum.

Þar komust heimamenn í KÁ í þriggja marka forystu og var staðan ennþá 3-0 á 80. mínútu, en einhvern veginn tókst Ými að jafna metin með þremur mörkum á lokakaflanum. Arian Ari Morina fullkomnaði endurkomuna í uppbótartíma, eftir að Ágúst Jens Birgisson skoraði tvennu fyrir KÁ.

Lokatölur urðu 3-3 og er Ýmir með 26 stig eftir 12 umferðir, aðeins einu stigi fyrir ofan Tindastól. Í næsta sæti þar fyrir neðan kemur Árborg, fjórum stigum frá toppinum þökk sé frábærum sigri gegn KH í kvöld.

Ísak Leó Guðmundsson og Adam Örn Sveinbjörnsson skoruðu mörk Selfyssinga gegn KH og eiga þeir núna 22 stig, þremur meira heldur en KH.

Að lokum hafði Kría betur gegn RB í afar fjörugum níu marka slag, en Kría er með 17 stig og á ekki mikla möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna.

Birkir Rafnsson var hetja Kríu í kvöld og skoraði hann þrennu í 5-4 sigri, þar sem Ken Essien Asamoah var atkvæðamestur í liði RB með tvennu.

KÁ 3 - 3 Ýmir
1-0 Ágúst Jens Birgisson ('20 )
2-0 Rómeó Máni Ragnarsson ('33 )
3-0 Ágúst Jens Birgisson ('66 )
3-1 Birgir Magnússon ('81 )
3-2 Björn Ingi Sigurðsson ('88 )
3-3 Arian Ari Morina ('90 )

KH 0 - 2 Árborg
0-1 Ísak Leó Guðmundsson ('49 )
0-2 Adam Örn Sveinbjörnsson ('69 )

Kría 5 - 4 RB
0-1 Makhtar Sangue Diop ('2 )
1-1 Birkir Rafnsson ('17 )
2-1 Birkir Rafnsson ('21 )
2-2 Ken Essien Asamoah ('36 )
3-2 Harun Crnac ('37 , Sjálfsmark)
4-2 Birkir Rafnsson ('43 )
4-3 Ken Essien Asamoah ('47 )
5-3 Tómas Helgi Snorrason ('74 )
5-4 Ingimundur Arngrímsson ('81 )
Athugasemdir
banner
banner
banner