Það er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið mikil ánægja með það hjá Nottingham Forest þegar Tottenham ákvað að virkja riftunarákvæði í samningi miðjumannsins Morgan Gibbs-White.
Tottenham bauð 60 milljónir punda í enska miðjumanninn sem er riftunarákvæði í samningnum hans. Stjórnendur Forest saka Tottenham hins vegar um að hafa brotið reglur með að ræða við leikmanninn án leyfis áður en tilboð var gert.
Tottenham bauð 60 milljónir punda í enska miðjumanninn sem er riftunarákvæði í samningnum hans. Stjórnendur Forest saka Tottenham hins vegar um að hafa brotið reglur með að ræða við leikmanninn án leyfis áður en tilboð var gert.
Málið er núna á borði ensku úrvalsdeildarinnar en það verður áhugavert að sjá hvað gerist.
Það er allavega ekki mikil gleði hjá Forest með Tottenham en samkvæmt Daily Mail vonast félagið til að selja hann frekar eitthvert annað eftir þessa tilraun Spurs.
TalkSPORT segir þá frá því að Gibbs-White hafi tjáð Evangelos Marinakis, eiganda Forest, það að hann myndi bara fara frá félaginu fyrir ákveðið stór félög. Gríski eigandinn telur að Tottenham sé ekki í þeim hópi.
Sagt er að Forest vilji frekar selja Gibbs-White til Manchester City en ólíklegt er að City muni reyna við hann. Tottenham er enn að vinna í því að kaupa hann en það verður að koma í ljós hvað gerist.
Athugasemdir