Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
banner
   fim 23. ágúst 2018 12:15
Elvar Geir Magnússon
Þjóðadeildin - Nýtt útskýringarmyndband frá UEFA
Icelandair
Ceferin, forseti UEFA, með Þjóðadeildabikarinn.
Ceferin, forseti UEFA, með Þjóðadeildabikarinn.
Mynd: Getty Images
Á morgun mun Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, opinbera sinn fyrsta landsliðshóp. Framundan eru tveir fyrstu leikir Íslands í Þjóðadeildinni, gegn Sviss ytra þann 8. september og svo gegn Belgíu heima þann 11. september.

Þetta eru þjóðirnar þrjá sem skipa einn af riðlunum í hinni nýrru Þjóðadeild UEFA en í spilaranum hér að ofan má sjá nýtt utskýringarmyndband varðandi keppnina.

Þjóðadeildin þýðir að...
- Keppnislandsleikjum fjölgar en tilgangslausum vináttuleikjum fækkar mikið.
- Landslið leika gegn liðum að svipuðum styrkleika.
- Keppnin inniheldur að lið komist upp um deild og falli niður um deild.
- Hægt er að vinna aukasæti í lokakeppni EM 2020.
- Ekki fleiri leikdagar á alþjóðlega dagatalainu.

Rætt var ítarlega um fyrirkomulega keppninnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í upphafi árs en með því að smella hérna má hlusta á þá umræðu.



Leikið er heima og að heiman í Þjóðadeildinni í september, október og nóvember á þessu ári.

Sigurliðið í hverjum riðli fer í úrslitakeppni í júní 2019 en neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild í Þjóðadeildinni. Á næsta ári fer úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar fram og Þjóðadeildameistari krýndur.

Góður árangur í Þjóðadeildinni getur svo virkað sem varaleið inn í úrslitakeppni EM ef illa fer í undankeppni mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner