Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Gunnar Heiðar: Sá eiginleika hjá honum sem ég vissi að myndi henta vel
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Hemmi Hreiðars: Hungraðir í sigra
Skoraði sitt 100. mark fyrir KA - „Verið erfiðir tveir mánuðir"
Chris Brazell: Vorum að spila við gott lið
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
   fim 16. maí 2024 22:27
Kári Snorrason
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar mættu Grindavík í Safamýrinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-1 en það gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Víkingur R.

„Virkilega ánægður að vera kominn í 8-liða úrslit. Ég hata þessa leiki, þetta eru erfiðir leikir gegn svokölluðum minni spámönnum. Ég veit ekki hvort 4-1 gefi rétta mynd af leiknum. Grindvíkingar áttu kannski skilið að skora fleiri mörk, þannig ég er virkilega ánægður með að við séum komnir áfram."

Arnar var spurður hvers vegna þeim gengur brösulega gegn minni spámönnum

„Ég veit það ekki almennilega, ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur. Þetta er leikur ársins fyrir Grindavík. Svo er erfitt að brjóta niður low-block, hvar sem er í heiminum. Vissulega stjórnuðum við leiknum og örugglega gott posession og allt það kjaftæði en það er bara erfitt að brjóta þessi lið á bak aftur."

Arnar var í leikbanni í síðasta leik og var spurður hvernig tilfinningin væri að vera upp í stúku.

„Hún var ekki góð, ég var frekar stressaður. En þegar leikurinn byrjaði þá sá ég að strákarnir voru virkilega einbeittir. Ef ég ætti að finna eitt orð til að lýsa frammistöðunni gegn FH þá væri það Evrópu-frammistaða. Virkilega massív, þeir voru sterkir og við tókum vel á móti þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner