Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fim 16. maí 2024 22:27
Kári Snorrason
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar mættu Grindavík í Safamýrinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-1 en það gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Víkingur R.

„Virkilega ánægður að vera kominn í 8-liða úrslit. Ég hata þessa leiki, þetta eru erfiðir leikir gegn svokölluðum minni spámönnum. Ég veit ekki hvort 4-1 gefi rétta mynd af leiknum. Grindvíkingar áttu kannski skilið að skora fleiri mörk, þannig ég er virkilega ánægður með að við séum komnir áfram."

Arnar var spurður hvers vegna þeim gengur brösulega gegn minni spámönnum

„Ég veit það ekki almennilega, ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur. Þetta er leikur ársins fyrir Grindavík. Svo er erfitt að brjóta niður low-block, hvar sem er í heiminum. Vissulega stjórnuðum við leiknum og örugglega gott posession og allt það kjaftæði en það er bara erfitt að brjóta þessi lið á bak aftur."

Arnar var í leikbanni í síðasta leik og var spurður hvernig tilfinningin væri að vera upp í stúku.

„Hún var ekki góð, ég var frekar stressaður. En þegar leikurinn byrjaði þá sá ég að strákarnir voru virkilega einbeittir. Ef ég ætti að finna eitt orð til að lýsa frammistöðunni gegn FH þá væri það Evrópu-frammistaða. Virkilega massív, þeir voru sterkir og við tókum vel á móti þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner