Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 16. maí 2024 22:27
Kári Snorrason
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar mættu Grindavík í Safamýrinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-1 en það gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Víkingur R.

„Virkilega ánægður að vera kominn í 8-liða úrslit. Ég hata þessa leiki, þetta eru erfiðir leikir gegn svokölluðum minni spámönnum. Ég veit ekki hvort 4-1 gefi rétta mynd af leiknum. Grindvíkingar áttu kannski skilið að skora fleiri mörk, þannig ég er virkilega ánægður með að við séum komnir áfram."

Arnar var spurður hvers vegna þeim gengur brösulega gegn minni spámönnum

„Ég veit það ekki almennilega, ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur. Þetta er leikur ársins fyrir Grindavík. Svo er erfitt að brjóta niður low-block, hvar sem er í heiminum. Vissulega stjórnuðum við leiknum og örugglega gott posession og allt það kjaftæði en það er bara erfitt að brjóta þessi lið á bak aftur."

Arnar var í leikbanni í síðasta leik og var spurður hvernig tilfinningin væri að vera upp í stúku.

„Hún var ekki góð, ég var frekar stressaður. En þegar leikurinn byrjaði þá sá ég að strákarnir voru virkilega einbeittir. Ef ég ætti að finna eitt orð til að lýsa frammistöðunni gegn FH þá væri það Evrópu-frammistaða. Virkilega massív, þeir voru sterkir og við tókum vel á móti þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner