Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar mættu Grindavík í Safamýrinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-1 en það gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 4 Víkingur R.
„Virkilega ánægður að vera kominn í 8-liða úrslit. Ég hata þessa leiki, þetta eru erfiðir leikir gegn svokölluðum minni spámönnum. Ég veit ekki hvort 4-1 gefi rétta mynd af leiknum. Grindvíkingar áttu kannski skilið að skora fleiri mörk, þannig ég er virkilega ánægður með að við séum komnir áfram."
Arnar var spurður hvers vegna þeim gengur brösulega gegn minni spámönnum
„Ég veit það ekki almennilega, ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur. Þetta er leikur ársins fyrir Grindavík. Svo er erfitt að brjóta niður low-block, hvar sem er í heiminum. Vissulega stjórnuðum við leiknum og örugglega gott posession og allt það kjaftæði en það er bara erfitt að brjóta þessi lið á bak aftur."
Arnar var í leikbanni í síðasta leik og var spurður hvernig tilfinningin væri að vera upp í stúku.
„Hún var ekki góð, ég var frekar stressaður. En þegar leikurinn byrjaði þá sá ég að strákarnir voru virkilega einbeittir. Ef ég ætti að finna eitt orð til að lýsa frammistöðunni gegn FH þá væri það Evrópu-frammistaða. Virkilega massív, þeir voru sterkir og við tókum vel á móti þeim."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir