Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
   fim 16. maí 2024 22:27
Kári Snorrason
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar mættu Grindavík í Safamýrinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-1 en það gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Víkingur R.

„Virkilega ánægður að vera kominn í 8-liða úrslit. Ég hata þessa leiki, þetta eru erfiðir leikir gegn svokölluðum minni spámönnum. Ég veit ekki hvort 4-1 gefi rétta mynd af leiknum. Grindvíkingar áttu kannski skilið að skora fleiri mörk, þannig ég er virkilega ánægður með að við séum komnir áfram."

Arnar var spurður hvers vegna þeim gengur brösulega gegn minni spámönnum

„Ég veit það ekki almennilega, ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur. Þetta er leikur ársins fyrir Grindavík. Svo er erfitt að brjóta niður low-block, hvar sem er í heiminum. Vissulega stjórnuðum við leiknum og örugglega gott posession og allt það kjaftæði en það er bara erfitt að brjóta þessi lið á bak aftur."

Arnar var í leikbanni í síðasta leik og var spurður hvernig tilfinningin væri að vera upp í stúku.

„Hún var ekki góð, ég var frekar stressaður. En þegar leikurinn byrjaði þá sá ég að strákarnir voru virkilega einbeittir. Ef ég ætti að finna eitt orð til að lýsa frammistöðunni gegn FH þá væri það Evrópu-frammistaða. Virkilega massív, þeir voru sterkir og við tókum vel á móti þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner