Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
banner
   fim 16. maí 2024 21:36
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vegferð Skagamanna í Mjólkurbikarnum þetta árið endaði með ósigri í Keflavík fyrr í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 3-1 Keflavík í vil sem er það með komið í 8 liða úrslit. Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍA

„Við bara köstum þessu frá okkur. Við byrjum leikinn glimmrandi vel og komumst í 1-0 og sköpum okkur færi til að komast í 2-0. Síðan er þetta bara víti og rautt spjald og 2-1 undir í hálfleik og einum færri í síðari hálfleik sem var alltaf að fara að verða erfitt. En mér fannst strákarnir gera það sem þeir gátu.“

Vendipunktur leiksins verður að teljast rauða spjaldið sem Erik Tobias fékk að líta í fyrri hálfleik. Keflavík fékk vítaspyrnu sem liðið svo jafnaði úr og komst svo yfir skömmu síðar. Hvernig horfði atvikið við Jóni Þór?

„Ég bara sá það ekki. Við bara færum þeim það upp í hendurnar með klaufaskap. Brotið sjálft sá ég ekki og hvers vegna þeir vísa honum út af átta ég mig ekki alveg á. Þeir hljóta að hafa rétt fyrir sér í því.“

Sagði Jón Þór og hélt svo áfram umræðu um dómgæsluna þar sem hann taldi að Skagamenn hefðu átt að fá vítaspyrnu í leiknum.

„Ég var mjög óhress með að fá ekki víti í seinni hálfleik í stöðunni 2-1 þegar Árni Salvar er á undan í boltann og er tekinn niður. Það er mér algjörlega óskiljanlegt. Það eru þrír menn í teyminu, línuvörðurinn en þetta gerist beint fyrir framan hann, fjórða dómara líka og síðan dómari leiksins þannig að það er ótrúlegt að við höfum ekki fengið vítaspyrnu þar.“

Eins og áður segir er ÍA úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið og allur fókus því væntanlega að gera vel í Bestu deildinni.

„Við eigum hörkuleik eftir helgi og þurfum að jafna okkur fljótt á þessu. Þetta er hundfúlt og svekkjandi en nú er deildin eftir og þar viljum við gera vel í sumar.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner