Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Annað tilboð frá Roma í Smalling á leiðinni
Chris Smalling.
Chris Smalling.
Mynd: Getty Images
Roma er að undirbúa annað tilboð í miðvörðinn Chris Smalling hjá Manchester United.

Manchester United vonast til að fá að minnsta kosti 18 milljónir punda fyrir Smalling og hefur hafnað 11 milljóna punda tilboði.

Smalling var á láni hjá Roma á síðasta tímabili og Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, vill fá þennan fyrrum enska landsliðsmann aftur.

„Við erum að vinna í því að fá Smalling. Ég talaði við hann í gær, hann vill vera hér og við viljum fá hann," segir Fonseca.

Roma gerði 0-0 jafntefli í fyrsta leik sínum þetta tímabilið í ítölsku A-deildinni en var svo dæmt 0-3 tap vegna mistaka við leikskýrslugerð.

Smalling hefur ekki verið í leikmannahópi United í upphafi nýs tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner