Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Leyton Orient þakkar stuðningsmönnum Tottenham
Kane á auglýsinguna framan á treyjum Leyton Orient. Þar er þakkað heilbrigðisstarfsfólki fyrir vel unnin störf á tímum Covid-19.
Kane á auglýsinguna framan á treyjum Leyton Orient. Þar er þakkað heilbrigðisstarfsfólki fyrir vel unnin störf á tímum Covid-19.
Mynd: Getty Images
Leyton Orient, sem leikur í ensku D-deildinni, átti að spila við Tottenham í deildabikarnum en neyddist til að gefa leikinn vegna fjölda Covid-19 smita í leikmannahópi sínum.

Leyton missir verulegar tekjur við að gefa leikinn en félagið á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Tottenham þar sem Harry Kane, sem lék að láni hjá félaginu fyrir tæpum áratugi, er helsti styrktaraðili þess.

Eftir að Leyton gaf leikinn fóru stuðningsmenn Tottenham í hrönnum á vefsíðu Leyton til að styrkja félagið og góðgerðarsamtökin Justin Edinburgh 3 Foundation með treyjukaupum.

Á einum sólarhring seldi félagið treyjur fyrir rúmlega 20 þúsund pund af vefsíðu sinni. Leyton hefði fengið 150 þúsund pund fyrir leikinn gegn Tottenham þar sem Sky Sports hafði keypt sýningarréttinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner