Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 23. september 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
„100% að við munum tefla fram öflugum þjálfara í efstu deild"
Mynd: Hrefna Morthens
Það eru miklar hræringar í þjálfaramálum en eina félagið í efstu deild sem er opinberlega í þjálfaraleit er ÍBV. Helgi Sigurðsson lét af störfum eftir að hafa komið liðinu upp úr Lengjudeildinni.

Daníel Geir Moritz, formaður yfir karlafótboltanum í Vestmannaeyjum, segir að það sé vinna í fullum gangi og verið að ræða við menn.

„Við leyfðum okkur að anda inn í þetta og meta stöðuna. Það er mikil tilhlökkun í Vestmannaeyjum fyrir næsta ári og áhuginn á að þjálfa liðið er talsverður," segir Daníel.

„Það er spjall í gangi og verið að skoða hvar þetta lendir og vona ég að þetta klárist fljótlega. Það er 100% að við munum tefla fram öflugum þjálfara í efstu deild."

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV, eitt af nöfnum á blaði ÍBV en Hermann Hreiðarsson, Jón Þór Hauksson og Rúnar Páll Sigmundsson eru líka meðal nafna sem hafa verið orðuð við starfið.
Athugasemdir
banner
banner