Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. september 2022 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate setur traustið áfram á Maguire
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Þó miðvörðurinn Harry Maguire sé búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Manchester United, þá er hann enn með traustið í enska landsliðinu.

Samkvæmt The Athletic þá mun hann byrja með Englandi gegn ítalska landsliðinu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Hinn 29 ára gamli Maguire var mjög slakur á síðustu leiktíð hjá Man Utd og byrjaði tímabilið ekki sérstaklega vel. Eftir að hann missti sæti sitt þá hafa Lisandro Martinez og Raphael Varane myndað mjög sterkt miðvarðapar.

Southgate hefur samt alltaf treyst á Maguire og það mun ekki breytast núna.

Englandingar eru á botni riðils síns í A-deild Þjóðadeildarinnar með tvö stig eftir fjóra leiki. Þeir eru í hættu á að falla niður í B-deildina. Leikurinn í kvöld er því mikilvægur.
Athugasemdir
banner
banner