De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 23. september 2023 13:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnór í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Blackburn
watermark
Mynd: Blackburn

Arnór Sigurðsson gekk til liðs við Blackburn frá CSKA Moskvu í Rússlandi í sumar. Hann hefur ekkert komið við sögu hingað til í Championship deildinni vegna meiðsla.


Hann spilaði leik með u21 árs liði félagsins á dögunum og Jon Dahl Tomasson stjóri liðsins staðfesti í gær að hann yrði í hópnum þegar liðið heimsækir Ipswich í dag.

Það hefur nú verið staðfest að hann er í byrjunarliðinu í sinum fyrsta leik fyrir aðalliðið. Leikurinn hefst klukkan 14.

Blackburn er í 12. sæti Championship-deildarinnar með tíu stig eftir sjö leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner