Arnór Sigurðsson gekk til liðs við Blackburn frá CSKA Moskvu í Rússlandi í sumar. Hann hefur ekkert komið við sögu hingað til í Championship deildinni vegna meiðsla.
Hann spilaði leik með u21 árs liði félagsins á dögunum og Jon Dahl Tomasson stjóri liðsins staðfesti í gær að hann yrði í hópnum þegar liðið heimsækir Ipswich í dag.
Það hefur nú verið staðfest að hann er í byrjunarliðinu í sinum fyrsta leik fyrir aðalliðið. Leikurinn hefst klukkan 14.
Blackburn er í 12. sæti Championship-deildarinnar með tíu stig eftir sjö leiki.
???? ???????????????? ????????????????!
— Blackburn Rovers (@Rovers) September 23, 2023
1? change
???????? Arnor Sigurdsson in for his #Rovers debut#IPSvROV ?????? pic.twitter.com/3lXgxCdlHX
Athugasemdir