De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   lau 23. september 2023 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag um Evans: Hann gerði allt rétt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var hæstánægður með frammistöðu Jonny Evans í 1-0 sigrinum á Burnley á Turf Moor í kvöld.

United hafði tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum áður en það mætti Burnley.

Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins er hann þrumaði boltanum á lofti í netið eftir sendingu Evans.

„Liðsandinn, bardaginn og baráttan var svakaleg. Þetta snýst um að vinna og síðustu viku var margt gegn okkur. Þetta er undir okkur komið og við vissum það,“ sagði Ten Hag.

„Frábært mark og geggjuð sókn. Við spiluðum á köflum vel gegn Bayern og Arsenal, en gáfum frá okkur ódýr mörk.“

„Við höfum séð svo margt fara gegn okkur síðustu vikur.“


Ten Hag setti hinn 35 ára gamla Jonny Evans í vörnina í dag, en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur hans frá 2015. Hann lagði upp sigurmarkið og átti heilt yfir frábæran dag í vörninni.

„Hann sýndi karakter. Hann var rólegur og yfirvegaður og gerði allt rétt. MJög góð frammistaða. Reguilon var veikur en það segir eitthvað um karakterinn og þennan anda að vilja spila og leggja sitt að mörkum.“

Meiðsli hafa herjað á United í byrjun tímabils og segir Ten Hag það mikið áhyggjuefni.

„Það er auðvitað áhyggjuefni. Það eru svo mörg meiðsli og svo fær maður leikmenn eins og Höjlund og þá er ekki hægt að koma þeim hægt og rólega inn í þetta. Þeir eru ekki vanir að spila saman eins og með Hanibal, sem skilaði fullkomnu dagsverki.“

„Vonandi gefur þetta okkur sjálfstraust. Þetta er bara einn sigur en núna er það bara að undirbúa næsta leik sem er á þriðjudag,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner