Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   lau 23. september 2023 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Vardy hljóp yfir allan völlinn til að fagna fyrir framan stuðningsmenn Bristol City
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy hefndi sín á stuðningsmönnum Bristol City er hann gerði sigurmarkið í slag þessara liða í dag.

Stuðningsmenn Bristol City sungu um Vardy og eiginkonu hans á leiknum.

Vardy heyrði þessa söngva og svaraði fyrir sig með því að skora sigurmarkið úr víti. Spyrnan var eins örugg og þær gerast í þessum bolta.

Englendingurinn hljóp síðan yfir allan völlinn og að stuðningsmönnum Bristol City til að fagna markinu. Sá hlær best sem síðast hlær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner