Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy hefndi sín á stuðningsmönnum Bristol City er hann gerði sigurmarkið í slag þessara liða í dag.
Stuðningsmenn Bristol City sungu um Vardy og eiginkonu hans á leiknum.
Vardy heyrði þessa söngva og svaraði fyrir sig með því að skora sigurmarkið úr víti. Spyrnan var eins örugg og þær gerast í þessum bolta.
Englendingurinn hljóp síðan yfir allan völlinn og að stuðningsmönnum Bristol City til að fagna markinu. Sá hlær best sem síðast hlær.
Jamie Vardy running the full length of the pitch to celebrate in front of the 3,300 Bristol City fans today???????? pic.twitter.com/HLzqPXahcl
— Football Away Days (@AwayDays_) September 23, 2023
Athugasemdir