Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   mán 23. september 2024 22:37
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Heilt yfir fín frammistaða hjá okkur. Við vorum ákveðnir í pressunni, við ætluðum náttúrulega bara að setja á þá. Mér fannst það ganga fínt bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. Við hefðum kannski mátt nýta færin okkar aðeins betur, þetta var orðið smá tæpt áður en Ísak tryggði sigurinn fyrir okkur."  Sagði Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann ÍA 2-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

Leikurinn var mjög lokaður fram að markinu sem Breiðablik skorar. Eftir það fengu Blikarnir nóg af færum til að gera út um leikinn en það mark kom þó ekki fyrr en á loka mínútunum.

„Við vorum alveg öruggir um að við myndum skora í þessum leik. Ég held að markið hafi aðeins hjálpað okkur að slaka á. Þetta var alltaf að fara vera þolinmæðis vinna í þessum leik og þetta mark sem kom var mjög mikilvægt fyrir okkur."

Breiðablik er í mikilli titilbaráttu, þar sem þeir eiga 4 leiki eftir af tímabilinu og ef þeir vinna þá alla, verða þeir Íslandsmeistarar.

„Við erum alveg vanir að vera í titilbaráttu og við þekkjum þessa stöðu. Ég held það sé ekkert spenna, allavega ekkert sem er að fara með okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner