„Heilt yfir fín frammistaða hjá okkur. Við vorum ákveðnir í pressunni, við ætluðum náttúrulega bara að setja á þá. Mér fannst það ganga fínt bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. Við hefðum kannski mátt nýta færin okkar aðeins betur, þetta var orðið smá tæpt áður en Ísak tryggði sigurinn fyrir okkur." Sagði Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann ÍA 2-0 í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 ÍA
Leikurinn var mjög lokaður fram að markinu sem Breiðablik skorar. Eftir það fengu Blikarnir nóg af færum til að gera út um leikinn en það mark kom þó ekki fyrr en á loka mínútunum.
„Við vorum alveg öruggir um að við myndum skora í þessum leik. Ég held að markið hafi aðeins hjálpað okkur að slaka á. Þetta var alltaf að fara vera þolinmæðis vinna í þessum leik og þetta mark sem kom var mjög mikilvægt fyrir okkur."
Breiðablik er í mikilli titilbaráttu, þar sem þeir eiga 4 leiki eftir af tímabilinu og ef þeir vinna þá alla, verða þeir Íslandsmeistarar.
„Við erum alveg vanir að vera í titilbaráttu og við þekkjum þessa stöðu. Ég held það sé ekkert spenna, allavega ekkert sem er að fara með okkur."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.