Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. nóvember 2020 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan ósáttur við EA Sports - „Hver gaf ykkur leyfi fyrir þessu?"
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic á nú í deilum við bandaríska tölvuleikjaframleiðandann EA Sports en hann segir fyrirtækið ekki vera með leyfi fyrir notkun á ímyndarrétti hans.

Zlatan er 39 ára og skorar að vild í ítalska boltanum en hann er kominn með 10 mörk í Seríu A eftir að hafa gert tvö mörk í 3-1 sigri Milan á Napoli í gær.

Svíinn er afar vinsæll hjá knattspyrnuaðdáendum um allan heim og er ímyndarréttur hans afar verðmætur. Zlatan skilur þó lítið í vinnubrögðum EA Sports sem ákvað að nota nafn hans og andlit í nýjasta leik þeirra, FIFA 21.

Zlatan er þar skráður í Milan og fær þar einkunnina 83. Framherjinn knái kannast þó ekki við að hafa gefið EA Sports leyfi fyrir notkun á ímyndarrétti hans.

„Hver gaf FIFA og EA Sports leyfi fyrir því að nota nafn mitt og andlit? Ég vissi ekki að ég væri meðlimur Fifpro og ef ég er það þá var ég skráður þar án minnar vitundar á einhvern furðulegan hátt," skrifaði Zlatan á Twitter.

„Ég veit fyrir víst að ég gaf aldrei FIFA eða Fifpro leyfi fyrir því að græða pening á mér. Það er einhver að græða pening á að nota nafn mitt og andlit án þess að vera með samkomulag fyrir hendi og því er kominn tími til að rannsaka þetta," skrifaði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner