Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. nóvember 2022 19:13
Elvar Geir Magnússon
Sambíumaðurinn sem fékk sólstinginn að störfum
Janny Sikazwe fór í VAR skjáinn í leik Belgíu og Kanada.
Janny Sikazwe fór í VAR skjáinn í leik Belgíu og Kanada.
Mynd: Getty Images
Nú stendur yfir leikur Belgíu og Kanada á HM. Dómari leiksins, Janny Sikazwe frá Sambíu, komst í heimsfréttirnar fyrr á þessu ári.

Hann dæmdi þá leik Túnis og Malí og flautaði leikinn af þrettán sekúndum áður en 90 mínútur voru liðnar. Áður hafði hann flautað leikinn af eftir 85 mínútur en gerði sér þá grein fyrir mistökunum og lét leikinn halda áfram.

Skýringin frá fótboltasambandi Afríku var sú að Sikazwe hefði einfaldlega fengið sólsting. Hann er sagður hafa farið á sjúkrahús að jafna sig eftir leikinn.

„Dómarinn fékk sólsting sem hafði áhrif á ákvarðanir hans í leiknum. Eftir leikinn þurfti hann að fara á spítala því það var svo mikill hiti," sagði Essam Abdul Fattah hjá dómarasambandi Afríku.

Sikazwe hefur þegar verið áberandi í leik Belgíu og Kanada en hann dæmdi réttilega vítaspyrnu sem Kanada fékk á 10. mínútu leiksins. Hann dæmdi hendi eftir að hafa farið í VAR skjáinn. Vítaspyrna Alphonso Davies var hinsvegar arfaslök og Thibaut Courtois varði.

Það verður spennandi að sjá á hvaða mínútu Sikazwe mun flauta af í leiknum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner