Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 24. janúar 2020 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham býður tíu milljónir í Cash
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að West Ham United sé búið að leggja fram tilboð í Matty Cash, sem getur bæði leikið sem hægri bakvörður eða miðjumaður.

Cash er 22 ára gamall og hefur verið á mála hjá Nottingham Forest síðustu sex ár. Southampton og AC Milan hafa verið orðuð við hann í janúar en Hamrarnir virðast ætla að stela honum.

Sky segir West Ham hafa boðið 10 milljónir punda fyrir Cash auk tveggja milljóna í árangurstengdar aukagreiðslur.

Cash hefur verið lykilmaður í liði Nottingham síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 6 mörk í 36 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Nottingham er í toppbaráttu Championship deildarinnar og ólíklegt að félagið sé reiðubúið til að selja leikmanninn. Liðið er aðeins fimm stigum á eftir toppliði West Brom.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner