Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert lagði upp í mjög góðum sigri AZ
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir AZ Alkmaar í flottum útisigri liðsins gegn Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert hefur gert vel í að vinna sig aftur inn í myndina hjá AZ og lagði hann upp fyrsta mark liðsins í dag fyrir Svíann Jesper Karlsson. Markið kom á tíundu mínútu.

Feyenoord jafnaði fyrir leikhlé og var staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Snemma í seinni hálfleiknum tók AZ aftur forystuna en Feyenoord var ekki lengi að jafna.

Staðan var 2-2 fram á 70. mínútu en þá skoraði Myron Boadu sitt annað mark. Það reyndist sigurmark AZ í leiknum.

Lokatölur 3-2 fyrir AZ sem er komið upp fyrir Feyenoord í fjórða sæti deildarinnar. AZ er með 37 stig og er sjö stigum frá toppliði Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner