Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. febrúar 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Raphinha elskar lífið í ensku úrvalsdeildinni
Raphinha hefur leikið mjög vel með Leeds.
Raphinha hefur leikið mjög vel með Leeds.
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Raphinha er í skýjunum með það hversu fljótt hann hefur aðlagast hjá Leeds United.

Hann kom til félagsins í október og er þegar í miklum metum hjá stuðningsmönnum.

Raphinha hefur spilað afskaplega vel og er kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar í úrvalsdeildinni. Sagt er að Liverpool hafi áhuga á honum.

Raphinha, sem var keyptur á 17 milljónir punda frá Rennes í Frakklandi, skoraði þriðja mark Leeds í 3-0 sigri gegn Southampton í gær.

„Enska úrvalsdeildin er gríðarlega erfið. Það er mikil ákefð í leikjunum og ég er mjög ánægður með það hversu snöggt ég hef náð að aðlagast. Þetta er mitt fyrsta tímabil í deildinni og ég er stoltur af því að hafa náð að hjálpa liðinu svona mikið," segir Raphinha.

Raphinha fagnaði markinu í gær með að fara úr treyjunni og voru skilaboð til Ronaldinho og fjölskyldu hans á bol leikmannsins. Móðir Ronaldinho, Dona Miguelina, lést á dögunum eftir baráttu við Covid-19.

„Ég gekk inn á völlinn mjög hryggur vegna andláts hennar. Fjölskyldur okkar hafa verið mjög nánar og ég var mjög náinn henni. Hún var frábær persóna og var auk þess móðir fyrimyndar minnar. Ég tileinkaði þetta mark til allrar fjölskyldunnar. Við verðum alltaf saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner