Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. febrúar 2023 17:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær aðrar fylgja í fótspor fyrirliðans með því að taka pásu
Marie-Antoinette Katoto.
Marie-Antoinette Katoto.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wendie Renard, fyrirliði franska kvennalandsliðsins, tilkynnti í morgun að hún ætlaði sér að taka pásu frá landsliðinu á meðan það væru ekki viðunandi aðstæður fyrir leikmenn í liðinu.

„Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað. Ég er ekki fullkomin, langt frá því, en ég get ekki lengur stutt núverandi kerfi sem er langt frá því sem krafist er á hæsta stigi. Þetta er sorglegur dagur en nauðsynlegur til að varðveita andlega heilsu mína," skrifaði Renard í færslu sinni á samfélagsmiðlum.

Núna hafa tveir aðrir mikilvægir póstar í liðinu ákveðið að fylgja í fótspor fyrirliðans.

Kadidiatou Diani og Marie-Antoinette Katoto hafa báðar gefið það út að þær ætli ekki að gefa kost á sér. Þær gefa ekki frekari útskýringar en að það séu ekki til staðar boðlegar aðstæður fyrir leikmenn liðsins. Franskir fjölmiðlar spekúlera að leikmennirnir séu ósáttir við Corinne Diacre, þjálfara liðsins, og hennar vinnuaðferðir.

Það eru um fimm mánuðir í heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, en þetta er mikið áhyggjuefni fyrir franska landsliðið, sem á að vera með sigurstranglegri liðum á mótinu.

Sjá einnig:
„Hún verður stórstjarna franska liðsins næstu árin"
Athugasemdir
banner
banner
banner