Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Genoa aftur á sigurbraut - Albert lagði upp
Mynd: Getty Images

Genoa er komið aftur á sigurbraut eftir að hafa ekki unnið í þremur síðustu leikjum.


Genoa fékk Udinese í heimsókn í kvöld og Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliðinu.

Mateo Retegui kom Genoa yfir og Mattia Bani bætti öðru markinu við stuttu síðar þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Alberti.

Staðan var 2-0 í hálfleik og snemma í síðari hálfleik fékk Thomas Kristensen varnarmaður Udinese að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Genoa tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og fleiri mörk litu því ekki dagsins ljós.

Genoa 2 - 0 Udinese
1-0 Mateo Retegui ('36 )
2-0 Mattia Bani ('40 )
Rautt spjald: Thomas Kristensen, Udinese ('48)

Salernitana 0 - 2 Monza
0-1 Daniel Maldini ('78 )
0-2 Matteo Pessina ('83 )

Sassuolo 2 - 3 Empoli
0-1 Sebastiano Luperto ('11 )
1-1 Andrea Pinamonti ('54 , víti)
1-2 M'Baye Niang ('64 , víti)
2-2 Gianmarco Ferrari ('77 )
2-3 Simone Bastoni ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner