Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 24. febrúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Kvenaboltinn Icelandair
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stemmningin í hópnum er góð og við erum í fullum undirbúningi fyrir leikinn á þriðjudaginn," sagði Katla Tryggvadóttir sem er í landsliðshópi Íslands sem mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni annað kvöld en leikið er í Le Mans.

Katla var á meðal varamanna þegar Island gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn.

„Við spiluðum flottan varnarleik, vorum þéttar og gáfum ekki mörg færi á okkur," sagði Katla.

„Það vantaði aðeins upp á sóknarleikinn en ég er viss um að það komi á móti Frakklandi," hélt hún áfram, en hvað þarf að gera öðruvísi gegn Frökkum?

„Við vorum að skoða klippur í morgun með hvaða svæði eru opin fyrir okkur og það þarf bara að vinna úr því svæði. Frakkar eru eitt besta landslið í heiminum svo þetta verður erfiður leikur en við eigum fullt breik í Frakkana. Ég fer ótrúlega spennt í þennan leik."

Gerirðu þér von um að fá mínútur? „Að sjálfsögðu vill maður alltaf spila en ég tek það hlutverk sem mér er gefið."

Katla segir mikla stemmningu í hópnum og finnst gaman að hitta hópinn.

„Þetta eru bestu vinkonur mínar og ótrúlega gaman að vera með stelpunum."

Katla spilar með sænska liðinu Kristianstad og gekk í raðir félagsins fyrir ári síðan. Á dögunum var tilkynnt að hún hafi verið gerð að fyrirliða liðsins.

„Þetta kom mér smá á óvart en er ótrúlega mikill heiður fyrir mig að finna fyrir trausti frá þjálfurunum. Ég er stolt af þessu."

„Ég var kölluð á fund fyrir æfingu og þau sögðu mér þetta. Ég set liðið mitt alltaf í fyrsta sæti og reyni að gera mitt besta til að verða betri og liðið mitt verði betra."


Nú ertu kominn í það hlutverk að það ert þú sem dómarinn vill ræða við þegar þarf að skamma liðið. „Ég held ég sé með ágætis tök á dómurunum," sagði Katla hlæjandi í lokin.

Athugasemdir
banner