Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mán 24. febrúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Icelandair
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stemmningin í hópnum er góð og við erum í fullum undirbúningi fyrir leikinn á þriðjudaginn," sagði Katla Tryggvadóttir sem er í landsliðshópi Íslands sem mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni annað kvöld en leikið er í Le Mans.

Katla var á meðal varamanna þegar Island gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn.

„Við spiluðum flottan varnarleik, vorum þéttar og gáfum ekki mörg færi á okkur," sagði Katla.

„Það vantaði aðeins upp á sóknarleikinn en ég er viss um að það komi á móti Frakklandi," hélt hún áfram, en hvað þarf að gera öðruvísi gegn Frökkum?

„Við vorum að skoða klippur í morgun með hvaða svæði eru opin fyrir okkur og það þarf bara að vinna úr því svæði. Frakkar eru eitt besta landslið í heiminum svo þetta verður erfiður leikur en við eigum fullt breik í Frakkana. Ég fer ótrúlega spennt í þennan leik."

Gerirðu þér von um að fá mínútur? „Að sjálfsögðu vill maður alltaf spila en ég tek það hlutverk sem mér er gefið."

Katla segir mikla stemmningu í hópnum og finnst gaman að hitta hópinn.

„Þetta eru bestu vinkonur mínar og ótrúlega gaman að vera með stelpunum."

Katla spilar með sænska liðinu Kristianstad og gekk í raðir félagsins fyrir ári síðan. Á dögunum var tilkynnt að hún hafi verið gerð að fyrirliða liðsins.

„Þetta kom mér smá á óvart en er ótrúlega mikill heiður fyrir mig að finna fyrir trausti frá þjálfurunum. Ég er stolt af þessu."

„Ég var kölluð á fund fyrir æfingu og þau sögðu mér þetta. Ég set liðið mitt alltaf í fyrsta sæti og reyni að gera mitt besta til að verða betri og liðið mitt verði betra."


Nú ertu kominn í það hlutverk að það ert þú sem dómarinn vill ræða við þegar þarf að skamma liðið. „Ég held ég sé með ágætis tök á dómurunum," sagði Katla hlæjandi í lokin.

Athugasemdir
banner
banner