Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 24. febrúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Icelandair
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stemmningin í hópnum er góð og við erum í fullum undirbúningi fyrir leikinn á þriðjudaginn," sagði Katla Tryggvadóttir sem er í landsliðshópi Íslands sem mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni annað kvöld en leikið er í Le Mans.

Katla var á meðal varamanna þegar Island gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn.

„Við spiluðum flottan varnarleik, vorum þéttar og gáfum ekki mörg færi á okkur," sagði Katla.

„Það vantaði aðeins upp á sóknarleikinn en ég er viss um að það komi á móti Frakklandi," hélt hún áfram, en hvað þarf að gera öðruvísi gegn Frökkum?

„Við vorum að skoða klippur í morgun með hvaða svæði eru opin fyrir okkur og það þarf bara að vinna úr því svæði. Frakkar eru eitt besta landslið í heiminum svo þetta verður erfiður leikur en við eigum fullt breik í Frakkana. Ég fer ótrúlega spennt í þennan leik."

Gerirðu þér von um að fá mínútur? „Að sjálfsögðu vill maður alltaf spila en ég tek það hlutverk sem mér er gefið."

Katla segir mikla stemmningu í hópnum og finnst gaman að hitta hópinn.

„Þetta eru bestu vinkonur mínar og ótrúlega gaman að vera með stelpunum."

Katla spilar með sænska liðinu Kristianstad og gekk í raðir félagsins fyrir ári síðan. Á dögunum var tilkynnt að hún hafi verið gerð að fyrirliða liðsins.

„Þetta kom mér smá á óvart en er ótrúlega mikill heiður fyrir mig að finna fyrir trausti frá þjálfurunum. Ég er stolt af þessu."

„Ég var kölluð á fund fyrir æfingu og þau sögðu mér þetta. Ég set liðið mitt alltaf í fyrsta sæti og reyni að gera mitt besta til að verða betri og liðið mitt verði betra."


Nú ertu kominn í það hlutverk að það ert þú sem dómarinn vill ræða við þegar þarf að skamma liðið. „Ég held ég sé með ágætis tök á dómurunum," sagði Katla hlæjandi í lokin.

Athugasemdir
banner
banner