Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   mán 24. febrúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Kvenaboltinn Icelandair
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stemmningin í hópnum er góð og við erum í fullum undirbúningi fyrir leikinn á þriðjudaginn," sagði Katla Tryggvadóttir sem er í landsliðshópi Íslands sem mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni annað kvöld en leikið er í Le Mans.

Katla var á meðal varamanna þegar Island gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn.

„Við spiluðum flottan varnarleik, vorum þéttar og gáfum ekki mörg færi á okkur," sagði Katla.

„Það vantaði aðeins upp á sóknarleikinn en ég er viss um að það komi á móti Frakklandi," hélt hún áfram, en hvað þarf að gera öðruvísi gegn Frökkum?

„Við vorum að skoða klippur í morgun með hvaða svæði eru opin fyrir okkur og það þarf bara að vinna úr því svæði. Frakkar eru eitt besta landslið í heiminum svo þetta verður erfiður leikur en við eigum fullt breik í Frakkana. Ég fer ótrúlega spennt í þennan leik."

Gerirðu þér von um að fá mínútur? „Að sjálfsögðu vill maður alltaf spila en ég tek það hlutverk sem mér er gefið."

Katla segir mikla stemmningu í hópnum og finnst gaman að hitta hópinn.

„Þetta eru bestu vinkonur mínar og ótrúlega gaman að vera með stelpunum."

Katla spilar með sænska liðinu Kristianstad og gekk í raðir félagsins fyrir ári síðan. Á dögunum var tilkynnt að hún hafi verið gerð að fyrirliða liðsins.

„Þetta kom mér smá á óvart en er ótrúlega mikill heiður fyrir mig að finna fyrir trausti frá þjálfurunum. Ég er stolt af þessu."

„Ég var kölluð á fund fyrir æfingu og þau sögðu mér þetta. Ég set liðið mitt alltaf í fyrsta sæti og reyni að gera mitt besta til að verða betri og liðið mitt verði betra."


Nú ertu kominn í það hlutverk að það ert þú sem dómarinn vill ræða við þegar þarf að skamma liðið. „Ég held ég sé með ágætis tök á dómurunum," sagði Katla hlæjandi í lokin.

Athugasemdir