Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. mars 2020 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hálfgerð martröð þegar Gary upplifði drauminn með Darlington
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Þetta var í raun hálfgerð martröð, ég spilaði í rauninni mjög lítið," sagði Gary Martin, framherji ÍBV, við Kjartan Atla Kjartansson, annan af þáttarstjórnendum þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport í dag.

Kjartan spurði Gary út í lánstímann hjá Darlington en Gary var lánaður frá Vestmannaeyjum. Vesen var að fá leikheimild og spilaði Gary lítið með liðinu.

„Ég kom á versta mögulega tíma til félagsins. Ég mun aldrei gera þetta aftur á þennan hátt. Tímabilið endaði seint í september á Íslandi og fyrsti leikur með Darlington var í janúar."

„Ég var búinn að hlaupa og æfa eitthvað en ég var ekki í standi til að spila. Vellirnir á Englandi í kringum jólatímann eru hræðilegir. Ég spilaði strax 90 mínútur í fyrsta leik og það hjálpaði mér ekki."

„Venjulega hefði mér fundist þetta auðvelt en við æfðum einungis tvisvar í viku en ég þarf á því að halda að æfa daglega. Ég er fljótur að bæta á mig kílóum og þetta er eitthvað sem ég mun læra af."

„Frá því að ég var ungur hefur mig dreymt um að spila með Darlington og núna er ég búinn að gera það. Næst þarf ég að vera skynsamari ef ég fer út í eitthvað svona,"
sagði Gary.

Sjá einnig:
Gary Martin: Fólk hlýðir ekki fyrirmælum á Englandi

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner