Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. mars 2020 09:31
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn mótfallnir því að spila án áhorfenda
Mynd: Getty Images
Mirror segir að leikmenn á öllum stigum fótboltans séu mótfallnir því að keppni hefjist að nýju bak við luktar dyr.

Ensku deildakeppnirnar hafa gefið til kynna að góður möguleiki sé á því að deildirnar fari aftur af stað án áhorfenda.

Það er pressa á úrvalsdeildinni að spila þá leiki sem eftir eru, annars gætu sjónvarpspeningar farið í vaskinn.

Leikmenn óttast um eigið öryggi en ef þeir smitast af kórónaveirunni setur það fjölskyldu þeirra í hættu á að smitast.

Þá eru áhyggjur af því að sjúkralið sem eigi að starfa á leikjunum sé í öðrum verkefnum en heilbrigðiskerfið á erfitt með að ráða við álagið vegna heimsfaraldursins.

Leikmannasamtökin á Englandi hafa komið þeim skilaboðum til æðstu manna fótboltans að þau séu á móti því að leika bak við luktar dyr.

Sjá einnig:
„Mjög langt í að íþróttir verða fyrir framan fulla leikvanga"
Athugasemdir
banner
banner
banner