Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 24. mars 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sterling: Ég elska Liverpool
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, játar ást sína á Liverpool í svörum við spurningum frá aðdáendum á Instragram.

Sterling svaraði spurningum á aðgangi Colossal Sports Management, umboðsskrifstofunni sem sér um hans mál.

Hann var spurður: Værir þú til í að fara aftur til Liverpool?

Sterling svaraði:

„Í hreinskilni sagt þá elska ég Liverpool. Ekki snúa út úr þessum orðum, Liverpool verður alltaf í hjarta mínu. Þetta er félagið sem gerði svo mikið fyrir mig þegar ég var að vaxa úr grasi svo..."

Sterling yfirgaf Liverpool og hélt til Manchester City árið 2015. Hann hefur síðan fengið óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool.
Athugasemdir
banner