Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2023 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil reiði í Slóvakíu sem er í riðli Íslands - „Hlýtur að vera að grínast"
Slóvakía fór ekki vel af stað í undankeppni HM.
Slóvakía fór ekki vel af stað í undankeppni HM.
Mynd: Getty Images
Slóvakía gerði markalaust jafntefli gegn Lúxemborg í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024 í gær.

Þessi tvö lið eru í sama riðli og Ísland.

Það er mikil reiði í Slóvakíu með þessi úrslit, líkt og á Íslandi með úrslitin hjá okkar mönnum gegn Bosníu í gær.

Francesco Calzona, nýr landsliðsþjálfari Slóvakíu, sagði eftir leikinn í gær að hann væri sáttur með frammistöðu sinna manna en það vakti mikla reiði á meðal fyrrum leikmanna Slóvakíu og stuðningsmanna liðsins.

Martin Skrtel, fyrrum leikmaður Liverpool, var á meðal þeirra sem tjáði sig. „Í alvöru? Ég vona að þýðandinn hafi gert mistök, annars er þetta miklu verra ástand en ég hélt."

Fyrrum markvörður Slóvakíu, Jan Mucha, tók undir með Skrtel. „Hann hlýtur að vera að grínast."

Leikmenn eins og Marek Hamsik og Skrtel eru hættir að spila með landsliðinu og eru nýir leikmenn að koma inn. Úrslitin hafa verið mikil vonbrigði upp á síðkastið. Calzona tók við á síðasta ári en hann var lengi vel aðstoðarþjálfari á Ítalíu og starfaði með Maurizio Sarri um nokkurt skeið. Það hefur gengið erfiðlega hjá honum og mikið ósætti er með gengi liðsins.

Sagt er að Slóvakía verði í baráttu við Bosníu og Ísland um annað sætið í riðlinum en staðan er ekki góð hjá þeim. Staðan er reyndar ekki heldur góð hjá íslenska liðinu og er Bosnía í forystuhlutverkinu núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner