Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. mars 2023 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Nagelsmann rekinn og Tuchel tekinn við (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

FC Bayern hefur staðfest þjálfaraskipti innan félagsins. Julian Nagelsmann er rekinn og tekur Thomas Tuchel við stöðu hans sem aðalþjálfari langsigursælasta félags Þýskalands.


Nagelsmann er rekinn eftir tæp tvö ár í starfi en hann vakti gífurlegar vonir meðal stuðningsmanna þegar hann var ráðinn inn, aðeins 33 ára gamall.

Hann er ekki rekinn vegna slæms gengis heldur vegna vandræða innan herbúða Bayern. Stjórnendur eru ekki ánægðir með hvernig þjáfarinn hefur höndlað ákveðin mál innan félagsins og hafa því tekið ákvörðun um að skipta honum út.

Nagelsmann gerði garðinn frægan sem þjálfari Hoffenheim, þar sem hann tók við stöðunni þegar hann var aðeins 28 ára gamall, og starfaði þar í þrjú og hálft ár áður en hann var fenginn yfir til RB Leipzig sumarið 2019.

Búist er við að Nagelsmann verði gífurlega eftirsóttur og geti valið á milli stærstu félaga evrópska fótboltans í atvinnuleit sinni.

Thomas Tuchel er 49 ára og hefur stýrt Borussia Dortmund, Paris Saint-Germain og Chelsea á undanförnum árum. Hann var rekinn frá Chelsea síðasta haust og hefur verið án starfs síðan.

Tuchel hefur unnið til ótal verðlauna síðustu sjö ár og má þar telja meðal annars þýska bikarinn, enska bikarnn, frönsku deildina og Meistaradeildina.

Tuchel gerir tveggja og hálfs árs samning við Bayern, sem gildir til sumarsins 2025.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner