Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það verði alvöru keppni í þessum aldursflokki innan fimm ára
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, leikmaður Selfoss, er í hópnum.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, leikmaður Selfoss, er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U23 landslið kvenna mun spila tvo vináttulandsleiki gegn Danmörku í næsta mánuði.

Hópurinn fyrir þetta verkefni var tilkynntur í dag og má sjá hann hérna. Þórður Þórðarson stýrir liðinu í þessu verkefni.

U23 landsliðið fékk aðeins eitt verkefni á síðasta ári en það hefur talað um það að leikmenn sem eru að stíga upp úr U19 landsliðinu og eru ekki klárir í A-landsliðið þurfi að fá fleiri landsliðsverkefni. Þorsteinn sagði frá því á fundinum að leikjum sé að fjölga í þessum aldrusflokki.

„Við spiluðum einn leik í U23 liðinu í fyrra og þessa tvo leiki núna. Vonandi spilum við fleiri leiki í U23 svo við séum að hjálpa leikmönnum að halda tengslum við landsliðsumhverfið þegar þær ganga upp úr U19. Það hjálpar þeim og A-landsliðinu í framhaldinu," sagði Þorsteinn.

„Það eru ekki fleiri verkefni plönuð á þessu ári eins og staðan er í dag. Það er ekki gert ráð fyrir því að við spilum fleiri leiki á þessu ári, en maður veit aldrei hvað gerist."

„Samkvæmt því nýjasta sem ég skoðaði eru um tólf aðrar þjóðir að spila U23 landsleiki í Evrópu. Liðin eru að fjölga leikjunum þar. Mín tilfinning er sú að innan fimm ára verði komin alvöru keppni í þessum aldursflokki," sagði Þorsteinn en það er vonandi að það verði þannig.
Athugasemdir
banner
banner
banner