Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 24. mars 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vill ekki skipta um félag þrátt fyrir áhuga frá Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Miðjumaðurinn Martin Zubimendi segist ekki hafa neinn áhuga á því að yfirgefa Real Sociedad þrátt fyrir orðróma sem segja stórveldi á borð við Arsenal, Manchester United og FC Barcelona vilji kaupa hann.


Mörg félög sýndu Zubimendi áhuga í janúarglugganum en ekkert þeirra var reiðubúið til að greiða upp riftunarákvæðið í samningi hans, sem gildir til 2027. Ákvæðið er þó ekki talið hljóða uppá nema 60 milljónir evra, upphæð sem flest stór félög í Evrópu geta leyft sér að borga.

Þó hefur enginn lagt fram nógu hátt tilboð til að virkja ákvæðið, enda eru taldar góðar líkur á því að Zubimendi myndi hafna tækifærinu að sitjast við samningaborðið.

„Ég er búinn að segja við umboðsmennina að ég vil ekki heyra neitt um önnur félög. Riftunarákvæðið mitt skiptir engu máli á meðan ég vil vera hjá félaginu," segir Zubimendi.

„Ég er mjög hamingjusamur hjá Real Sociedad og næsta sumar verður rólegt sumar."

Hinn 24 ára gamli Zubimendi leikur sem varnarsinnaður miðjumaður og hefur verið lykilmaður í liði Sociedad síðustu tvö ár. Hann á einn landsleik að baki fyrir A-landslið Spánar.

Mikel Arteta er talinn hafa miklar mætur á Zubimendi þar sem þeir eru með svipaðan leikstíl. Arteta lék þá einnig fyrir Sociedad í eitt tímabil, á meðan Zubimendi er uppalinn hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner