Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leikjadagskrá Íslands: Mbappé og félagar koma í október
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Ísland er í erfiðum undanriðli fyrir HM 2026 ásamt Frakklandi, Úkraínu og Aserbaídsjan.

Það kom í ljós í gærkvöldi að Frakkar verða í riðlinum þegar þeir sigruðu Króatíu í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.

Ísland byrjar undankeppnina á heimavelli gegn Aserbaídsjan 5. september en ferðast svo beint út til að heimsækja Frakkland 9. september.

Í landsleikjahlénu í október taka Strákarnir okkar fyrst á móti Úkraínu 10. október áður en Frakkar kíkja í heimsókn þremur dögum síðar.

Í síðasta landsleikjahlénu, í nóvember, heimsækja Strákarnir fyrst Aserbaídsjan áður en þeir halda til Póllands þar sem Úkraína spilar heimaleikina sína. Þessir tveir leikir gætu reynst úrslitaleikir í baráttunni um 2. sæti riðilsins.

Leikjadagskrá Íslands, með fyrirvara um breytingar
5. september Ísland - Aserbaídsjan
9. september Frakkland - Ísland
10. október Ísland - Úkraína
13. október Ísland - Frakkland
13. nóvember Aserbaídsjan - Ísland
16. nóvember Úkraína - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner