Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, hefur átt í viðræðum við San Diego í Bandaríkjunum.
Hinn 33 ára gamli De Bruyne er að velta fyrir sér möguleikunum þar sem hann á einungis nokkra mánuði eftir af samningi sínum við ríkjandi Englandsmeistarana.
Hinn 33 ára gamli De Bruyne er að velta fyrir sér möguleikunum þar sem hann á einungis nokkra mánuði eftir af samningi sínum við ríkjandi Englandsmeistarana.
Líklegt er að De Bruyne sé að fara að spila sína síðustu leiki fyrir City en margt bendir til þess að næsti áfangastaður hans verði Bandaríkin.
San Diego er á leið inn í sitt fyrsta tímabil í MLS-deildinni og er í leit að stjörnu. Félagið vill að De Bruyne verði sú stjarna og hafa viðræður átt sér stað.
Tyler Heaps, yfirmaður fótboltamála hjá San Diego, viðurkennir að hafa rætt við De Bruyne og umboðsmann hans en segir að launakröfurnar séu of háar hjá Belganum í augnablikinu. Það er spurning hvort það náist samkomulag á milli De Bruyne og San Diego á næstunni.
Athugasemdir